Friday, October 5, 2012

Fjölmiðladagurinn: Sixers


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.     

Iguodala farinn og inn kemur Andrew Bynum. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á liði Sixers, en þessi ber hæst. Þessi leikmannaskipti bera vott um hugdirfsku forráðamanna Sixers og brugðið getur til beggja vona, það vitum við sem fylgst höfum með Andrew Bynum síðustu ár.

Það ætti því að vera ljóst að leikskipulag Sixers, eða í það minnsta áherslur í sóknarleiknum, breytast mikið. Nú fær Andrew Bynum að vera það sem hann fékk aldrei að vera í Los Angeles. Valkostur númer eitt, tvö og þrjú í sókninni. Skemmtileg áskorun fyrir hann og hnén á honum.