Wednesday, October 31, 2012

Áður en lengra er haldið...


... verðum við að fá nokkra tóna frá Primus.

Þetta er lagið Welcome to this world af plötunni Pork Soda, sem er ekki nálægt því að vera besta plata sveitarinnar þó efni af henni hafi einhverra hluta vegna ratað út í breiðasta farveg poppfljótsins. Bassafletturnar í því eru bara eitthvað svo hrikalegar.

Láta okkur hoppa um nakin þó við höfum legið emjandi í rúminu á Opening Night.



Þeim sem hafa ekki hundsvit á því hvað Primus er, getum við bent á lagið My name is mud, sem svo skemmtilega var notað í auglýsingastiklum fyrir NBA deildina á síðustu leiktíð.

Hérna er lagið sjálft með myndbandi:



Og hérna er NBA stiklan:



Þessa hluti þarft þú bara að vera með á hreinu ef þú lest NBA Ísland.

Maður þarf að læra helling af ömurlega leiðinlegri tölfræði (stærðfræði) ef maður ætlar að verða sálfræðingur eða félagsfræðingur og ef þú ætlar að lesa NBA Ísland, þarft þú bara að vita hvað alvöru tónlist er - sama hvort það er glæparapp eða metall.

Troddu því í pípuna þína og reyktu það.

Súmmering á opnunardeginum í NBA er á leiðinni. Hlustaðu á Primus á meðan.

Kveðja,
Ritstjórnin