Spretthlauparinn Usain Bolt er að gera það sem á ekki að vera líkamlega hægt. Drulla yfir öll heimsmet í spretthlaupum. Yfirburðir hans í 100 metrunum eru langt frá því að vera mennskir. Svona eintök af íþróttamönnum koma ekki fram einu sinni á öld.
Það fyrsta sem allir hugsa þegar þeir sjá Bolt hlaupa er dóp. Að maður eigi ekki að geta hlaupið svona nema með hjálp lyfja, eins og Kandamaðurinn Ben Johnson gerði forðum. Ef þú spyrð okkur, er það andskoti vel af sér vikið að hlaupa 100 metrana á innan við 9,7 sekúndum jafnvel með rassgatið fullt af ólöglegum lyfjum sem ætluð eru veðhlaupahrossum.
Það er miður að lyfin skuli vera það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér þennan stórkostlega íþróttamann leika listir sínar. Usain Bolt er á stalli með Ali, Jordan og Maradona. Það er kannski ósanngjarnt að maður sem hleypur beina línu í 100 metra skuli fá að setjast á stall með hinum snillingunum, en hann neyðir okkur til þess.
Maðurinn er ekki hægt og það eru algjör forréttindi að fá að sjá öll þessi met hans í beinni útsendingu.
Maðurinn er ekki hægt og það eru algjör forréttindi að fá að sjá öll þessi met hans í beinni útsendingu.
Hvernig ætli mönnum eins og Carl Lewis líði þegar þeir horfa upp á Bolt hlaupa í dag? Maður hefur á tilfinningunni að Bolt væri fljótari en Lewis þó hann hlypi í kafarabúningi. Megi Guð lofa að hann sé lyfjalaus.