Thursday, July 19, 2012
Vafasamir leikstjórar New York Knicks
Linveikitímabilinu er lokið í New York.
Hinn Asíuættaði ofurheili Jeremy Lin er farinn til Texas, þar sem hann fær fáránleg laun næstu þrjú árin.
Við erum sammála Carmelo Anthony með fáránlegu launin og það verður örugglega í fyrsta og eina skiptið sem við verðum sammála Melo.
Við stjórnartaumum og leikstjórn hjá Knicks taka því þeir Raymond Felton og Jason Kidd.
Raymond Felton er í verra formi en Everybody Loves Raymond og er hreint út sagt FEITUR.
Nei, svona í alvöru - hann er spikfeitur! Heimilislæknirinn hans er búinn að segja honum að hann verði að kötta niður á mæjónesinu - hann sé í lífshættu. Það er með ólíkindum að þessi maður fái vinnu í NBA, ekki síst í ljósi þess hve glæpsamlega lélegur hann var á síðustu leiktíð.
Helvíti metnaðarfullur leikmaður.
En sem betur fer hefur New York Jason Kidd. Alltaf hægt að treysta á fertuga fagmenn sem hafa séð þetta allt áður, hugsa vel um sig og kunna að vinna.
Nema kannski þegar þeir skella sér út korteri eftir að þeir skrifa undir nýjan samning, drekka sig á felguna og láta svo hirða sig Á RASSGATINU og gjöreyðileggja bílinn í árekstri.
Þetta er New York Knicks og þetta er það sem félagið ætlar að bjóða upp á í vetur.
Bara nokkur atriði sem undirstrika af hverju Carmelo Anthony og Amare Stoudemire verða aldrei NBA meistarar.
Alltaf finnum við jafn mikið til með stuðningsmönnum þessa liðs.
Efnisflokkar:
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Hægðaheilar
,
Holdafar
,
Jason Kidd
,
Kjarneðlisfræðingar
,
Metnaður
,
Ökuleikni
,
Ölvun og dólgslæti
,
Ölvunarakstur
,
Raymond Felton