Sunday, July 22, 2012
Hvernig verða á heimsfræg metalsveit
Það getur vel verið að við séum búin að pósta þessu áður og þá verður bara að hafa það. Árið 1995 spratt hljómsveitin Machine Head fram á metal-sjónarsviðið með óhemju þunga og látum.
Tónleikarnir hér fyrir neðan, frammistaða Machine Head á Dynamo hátíðinni árið 1995, eru til marks um af hverju þessi Oakland-sveit flaug á toppinn svona fljótt og skipaði sér strax á bekk með þeim bestu í geiranum.
Ef þú ert ungliði í metalnum og ætlar að láta finna fyrir þér í bransanum, þarftu að bjóða upp á nákvæmlega þetta hérna fyrir neðan. Þetta gigg er ekki hægt. Orkan endalaus og tónlistin auðvitað stórkostleg. Ótrúleg frumraun sem fáir hafa leikið eftir.
Efnisflokkar:
Metall
,
Tónlistarhornið