Tuesday, June 12, 2012

Vertu hipp og kúl eins og D-Wade


Öll hefur okkur langað að vera hipp og kúl á einhverjum tímapunkti í lífinu. Ef þú ert á þessum stað, hefurðu dottið í lukkupottinn.

Í dag er nefnilega hægt að klæða sig eins og ungverskur klámmyndaleikari - og fyrir lítinn pening - en falla samt inn í hópinn með fallega og vinsæla fólkinu.

Gleraugun eru auðvitað fyrsta skrefið og það sem við tökum fyrir fyrst. Það er nefnilega svo auðvelt, sjáðu.

Það er enginn maður með mönnum í dag nema vera með allt of stór og asnaleg gleraugu í andlitinu. Þau verða að vera með þykkri og nördalegri umgjörð og það má auðvitað alls ekki vera gler í þeim.

Dwyane Wade tekur þetta alla leið eins og þú hefur séð í úrslitakeppninni, þar sem fjölmiðlafundir eru líkari tískusýningum. Nú getur þú verið alveg eins og Wade.

Það eina sem þú þarft að gera er að fara í þrívíddarbíó (hafðu ekki áhyggjur, það eru allar bíómyndir í þrívídd svo fólk þurfi að fara á fjórðu framhaldsmyndina í öllum víddum) og fá þar til gerð þrívíddargleraugu.

Þegar heim kemur, lemurðu glerið úr og þú ert komin með illuð Wade-gleraugu fyrir smáaura.

Í næstu viku fjöllum við um hvernig hægt er að stela fötum af Hilmi Snæ á Kaffibarnum.