Friday, June 8, 2012

Kjúklingarnir í Oklahoma eru komnir í úrslit:


Fyrir ríflega fjórum árum byrjaði Oklahoma City leiktíðina á því að vinna tvo af fyrstu 26 leikjum sínum og fyrir vikið sat Scott Brooks þjálfari í heitasta stólnum í deildinni. Kevin Durant og Russell Westbrook voru ekki með aldur til að fara í ríkið, Thabo Sefolosha spilaði varla og James Harden og Serge Ibaka voru ekki komnir til sögunnar.

Fyrir þessum fjórum árum hét félagið reyndar Seattle Supersonics, en við skulum ekki fara að rífast um það hér. Gerum það við betra tækifæri.

Án þess að vilja jinxa Oklahoma, á þetta lið að rústa fulltrúa Austurdeildarinnar í lokaúrslitunum næstu daga.

OKC er búið að fara eins erfiða leið í úrslitin og hægt var. Búið að slá öll liðin sem enginn vildi mæta úr keppni. Meistara síðustu tveggja ára og besta lið deildarinnar síðustu vikurnar í San Antonio. Nú er það Oklahoma sem er heitasta liðið í deildinni og stefnir hraðbyri á titilinn.

Dirk Nowitzki hjá Dallas sagðist hafa séð ákveðinn glampa í augunum á leikmönnum OKC þegar þeir sópuðu liðinu hans úr keppni í fyrstu umferðinni. Dirk ætti að kannast við þetta, hann var með sama svip og sama fas í fyrra þegar Mavericks rúlluðu yfir mótherja sína.

Kevin Durant, Russell Westbrook, Serge OKC að hugsa til þess hve björt framtíðin er hjá félaginu. Þá miðum viðIbaka og James harden eru 22 og 23 ára gamlir. Það er næstum því ósanngjarnt fyrir andstæðinga reyndar við að félagið nái að halda í sína bestu leikmenn og afgreiða samningamálin.

wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwMenn eins og t.d. James Harden fara að verða MJÖG eftirsóttir og ekki ólíklegt að eitthvað tilboðið gæti freistað hans. Honum mun standa til boða að verða "maðurinn" í einhverju liði á max samningi í stað þess að koma af bekknum í Oklahoma. Þá kikkar hann inn, meira-sjúkdómurinn svokallaði.


Það er okkar einlæga von að þessu Thunder liði eigi eftir að vegna vel í framtíðinni. Liðið er sett saman "á réttan hátt" en það má þó ekki gleymast að þú verður að hafa heppnina með þér til að komast úr ruglinu í finals á aðeins fjórum árum.

Heppnin felst í því að það liðið hefur að mestu sloppið við meiðsli og datt jú í lukkupottinn þegar það fékk Kevin Durant númer tvö í nýliðavalinu á sínum tíma (tekinn á eftir Greg "ég er helvíti mikið að fara að spila körfubolta aftur" Oden). Menn eins og Durant koma ekki fram á hverju ári. Og reyndar ekki á hverjum áratug heldur.

Á meðan San Antonio spilar eftir öguðum og vel skipulögðum kerfum í sóknarleiknum, er Oklahoma miklu villtara lið.

Það er stundum gagnrýnt fyrir að vera lið sem stendur og fellur með stökkskotunum. "Lið sem lifa á því að taka stökkskot munu deyja á því að taka stökkskot," segir Charles Barkley alltaf og er ekki einn um þá skoðun.

Það sem hinsvegar gerir oklahoma alveg sérstakt lið er hinn ótrúlegi hraði, snerpa og kraftur sem einkennir flesta leikmenn liðsins. Þremenningarnir á bak við 90% af sóknarleik liðsins, þeir Westbrook, Durant og Harden, geta þannig búið til stig með skotum, gegnumbrotum eða með því að koma sér á vítalínuna nánast þegar þeim sýnist.

Fá lið búa við annan eins lúxus hvað þetta varðar og San Antonio átti engin svör við þessu frá og með þriðja leiknum í einvíginu. Það er ekki að sjá að andstæðingar Oklahoma úr Austurdeilldinni eigi eftir að finna svör við þessu heldur, en við erum nú líklega búin að jinxa Oklahoma full mikið nú þegar, svo hér er besta að láta staðar numið í bili.

Við skulum bara fara að venja okkur við nafn Oklahoma City í toppbaráttunni í NBA um ókomin ár.