Saturday, May 12, 2012

TéMákur tapaði körfuboltaleikjum

















Hér fyrir ofan sérðu yfirlit yfir einvígi sem farið hafa alla leið í oddaleik í fyrstu umferð frá árinu 2003. Það var einmitt vorið 2003 sem NBA tók þá slæmu ákvörðun að lið þyrftu að vinna fjóra leiki í fyrstu umferð til að komast áfram, í stað þriggja áður.

Eitt er það sem einkennir þessa leiki, fyrir utan það að heimaliðið vinnur auðvitað oftast. Það er sú staðreynd að undantekningarlítið eru þessir leikir algjör blástur og því lítið spennandi eins og þú sérð á töflunni. Vonandi verður annað uppi á teningnum í leikjunum um helgina.

Boston er eina liðið sem orðið hefur meistari eftir oddaleik í fyrstu umferð, en það fór erfiðu leiðina alla leið í mark árið 2008.

Eitt er dálítið merkilegt við þessa leikjaupptalningu, en um leið sorglegt. Tracy McGrady spilaði hvorki meira né minna en þrjá af þessum oddaleikjum --- og tapaði þeim öllum. Gott ef lið hans náði ekki 3-1 forystu í fyrstu tveimur seríunum, ef minnið svíkur ekki. Aumingja TéMákur.