Tuesday, May 1, 2012
Gregg Popovich þjálfar menn í körfubolta
Sagan segir að hershöfðinginn Gregg Popovich hjá San Antonio verði útnefndur þjálfari ársins í dag. Hvort sem hann fær verðlaunin í dag eða bara alls ekki - á hann það skilið að okkar mati.
Síðustu átta menn sem útnefndir hafa verið þjálfari ársins í NBA, hafa ekki unnið einn einasta titil og flestir voru þeir reknir fljótlega eftir að hafa hlotnast þessi heiður
Síðasti maður sem kjörinn var þjálfari ársins og hefur unnið meistaratitil er, jú, Gregg Popovich árið 2003. Ef satt reynist að Pop sé þjálfari ársins, er hann að hljóta nafnbótina í annað sinn á ferlinum.
Við setjum Pop hiklaust inn á topp fimm yfir bestu þjálfara sögunnar í NBA. Algjör snillingur.
Efnisflokkar:
Gregg Popovich
,
Spurs
,
Verðlaun og viðurkenningar
,
Þjálfaramál