Tuesday, May 1, 2012
Framherja í nöp við eldvarnartæki
Ok, Amare var ósáttur við að tapa annan leikinn í röð fyrir betra Miami liði. Kýldi í glerskáp utan um slökkvitæki og skar sig. Áhugaverð ákvörðun hjá honum.
Gefum okkur að þetta þýði að Stoudemire missi af næsta leik hjá Knicks. Það getur ekki annað en hjálpað liðinu.
Amare hefur ekki spilað vel gegn Heat og þá var liðið á góðri siglingu án hans í deildinni. Það hefur mikið með varnarleik hans að gera.
Stoudemire er skelfilegur varnarmaður og hefur alltaf verið. Mun ekki verða góður varnarmaður úr þessu á ferlinum og þess vegna vinnur hann ekki meistaratitil gegnandi lykilhlutverki.
New York verður aldrei NBA meistari með Carmelo Anthony og Amare Stoudemire í framherjastöðunum. Ekki fræðilegur. Sorry.
Efnisflokkar:
Amare Stoudemire
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Meiðsli