Monday, April 9, 2012

Skin og skúrir í körfuboltanum hjá Boris Diaw



Flestir eru á því að San Antonio hafi gert ágæt kaup þegar það ákvað að krækja sér í franska framherjann Boris Diaw eftir að hann fór í fýlu hjá Charlotte Bobcats.

Diaw er félagi Tony Parker í franska landsliðinu og þeir þekkjast mjög vel. Diaw er mjög fjölhæfur leikmaður þrátt fyrir að vera stundum í vandræðum með að halda sér í kjörþyngd.

Diaw hefur ekki spilað með almennilegu liði síðán hann var í frábæru liði Phoenix Suns hérna um árið, en nú er hann allt í einu farinn frá lélegasta liði deildarinnar í það fagmannlegasta.

Það er ekki hægt annað en að hlæja að því að Boris Diaw er 9-0 á þeim c.a. þremur vikum sem hann hefur verið í liði Spurs, en Kettirnir í Charlotte voru 7-37 þegar hann fór þaðan.

Það tók hann sem sagt innan við þrjár vikur að vinna fleiri leiki hjá Spurs en hann hafði unnið á næstum fjórum mánuðum með Bobcats. Þetta er lygilegt.