Saturday, March 10, 2012

Ricky Rubio er farinn í sumarfríi














Fólk sem hefur á annað borð gaman af NBA körfuboltanum er dauft í dálkinn í dag eftir að í ljós kom að spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio hjá Minnesota er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu í vetur. Hann mun einnig missa af ÓL með spænska landsliðinu.

Um það bil átta milljónir leikmanna, blaðamanna og stuðningsmanna Rubio hafa sent honum batakveðjur á Twitter í kvöld. Frábært að sjá hvað hann á marga aðdáendur pilturinn og það kemur ekki á óvart. Svona guttar koma ekki inn í deildina á hverju ári. Ekki á hverjum áratug heldur.

Þessi meiðsli hans Rubio, sem hann hlaut eftir árekstur við sjálfan Kobe Bryant, þýða væntanlega að vonir og væntingar Úlfanna um að komast í úrslitakeppni minnka verulega. Minnesota var búið að vera á fínu róli og lið eins og Houston og Portland að drulla á sig á sama tíma, svo margir voru farnir að sjá liðið ná inn í úrslitakeppnina. Það hefði verið dásamlegt.

Það vilja allir sjá Úlfana stríða einhverju af toppliðunum í playoffs, en það verður að teljast ólíklegt að það takist án Rubio. Og á meðan eru hnúahausar eins og Stephen Jackson og Eddy Curry heilir heilsu. Hnuss!