Saturday, March 10, 2012
Kwame Brown á afmæli í dag
Ólíkindatólið Kwame Brown á stórafmæli í dag. Hann er nefnilega þrítugur. Hammó með ammó, Kwame.
Kwame Brown var valinn númer eitt í nýliðavalinu árið 2001 og öruggt er að hans verður minnst sem eins lélegasta leikmanns sem tekinn hefur verið fyrstur í valinu.
Það var enginn annar en Michael Jordan sem tók hann þegar þeir voru hjá Washington á sínum tíma. Jordan hefur ekki riðið feitum hesti á skrifstofunni síðan hann hætti að spila en Brown er í úrvalsliði axarskafta hans, á því leikur enginn vafi.
Mörgum leikmönnum sem teknir hafa verið númer eitt í nýliðavali NBA hefur mistekist að standa undir pressunni sem fylgir í kjölfarið og sumir þeirra eru hreinlega ekki góðir í körfubolta. Hann Kwame ræfillinn er einn þeirra.
Hann hefur einu sinni skoraði meira en 10 stig að meðaltali í leik á þessum áratug sínum í deildinni. Einu sinni hirt meira en sjö fráköst og einu sinni spilað meira en 30 mínútur. Hann er rulluspilari með takmarkaða getu.
Við myndum gefa Kwame aksjón-fígúru af honum sjálfum ef við gæfum honum afmælisgjöf. Hún lítur út fyrir að vera með betri hendur en fyrirmyndin og ætti ekki að kosta mjög mikið.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Hársbreidd frá því að meika´ða
,
Kwame Brown
,
Michael Jordan
,
Wizards
,
Þunglyndi