Saturday, February 18, 2012

Hlaðvarpið komið af stað



Það er okkur sönn ánægja að kynna ykkur að NBA Ísland er farið af stað með hlaðvarp (podcast) á síðunni.

Þetta er tilraunastarfsemi. Okkur hafði lengi langað að prófa þennan skemmtilega miðil og nú er fyrsti þátturinn farinn í loftið.

Þar spjallaði Baldur Beck við vin sinn Gunnar Björn Helgason um veður og vinda í NBA deildinni það sem af er vetri

Við erum með slatta af viðmælendum og viðfangsefnum á listanum fyrir næstu þætti, enda er af nógu að taka.

Fyrsti þátturinn var að sjálfssögðu ekki gallalaus en í loftið fór hann með hjálp Finns Gunnarssonar, sérstaks velgjörðarmanns og tæknimeistara NBA Ísland. Kunnum við honum innilegar þakkir fyrir aðstoðina.

Sendu okkur endilega feedback á hlaðvarpið á nbaisland@gmail.com. Þið megið líka koma með hugmyndir að viðfangsefni og viðmælendum ef þið lumið á slíku - og ef til vill nafni á uppátækið. Þarf ekki podcast að heita eitthvað?