Málaliðinn Chucky Brown er strangt til tekið ellefu ára gamall í dag þó hann sé fæddur árið 1968. Það var Cleveland sem pikkaði hann upp í annari umferð nýliðavalsins árið 1989 eftir að hann kom úr North Carolina State háskólanum.
Hinn víðförli framherji spilaði ekki nema hjá
tólf liðum á ferli sínum í NBA og er það met sem hann deilir með þeim Tony Massenburg og Jim Jackson.
Við vitum ekki betur en að hann sé þjálfari LA Defenders í D-deildinni í dag en það getur svo sem vel verið að hann hafi skipt um lið síðan í morgun.
Til lukku með daginn, Chucky.