Sunday, February 26, 2012

Blússandi alveg


Hefðbundinni dagskrá Stjörnuhelgarlaugardags er lokið. Spenna og eftirvænting var ekki það mikil að fólk væri almennt í lífshættu.

Ef þig langar að vita það, fór New York með sigur af hólmi í Þrjú á palli, Tony Parker vann í Brellubrautinni, Ástþór sigraði í Skotkeppninni og hinn leggjalangi Jeremy Evans var hlutskarpastur í Troðkeppninni (í boði Sbræt) sem reyndar var ansi slöpp þetta árið.

Það er löngu kominn tími á að hrista aðeins upp í þessu og breyta til. Við fórum að asnast til að gera okkur væntingar um að einhver af þessum strákum sem tóku þátt í Troðkepninni gætu í raun og veru troðið. Það var nú ekki mikið meira en svo þegar upp var staðið Jeremy Evans átti eina þokkalega troðslu þar sem hann tróð tveimur boltum í einur