Thursday, November 10, 2011

Grjótharðar Haukastelpur































Aftur var NBA Ísland að þvælast á Ásvöllum og í þetta skiptið til að horfa á stelpurnar. Haukastúlkur sýndu fádæma baráttu og harðfylgi þegar þær skelltu toppliði KR 66-60. Það voru nokkrir strákar úr karlaliðinu meðal áhorfenda og þeir taka baráttu stelpnanna vonandi til fyrirmyndar í næsta deildarleik sínum.

Við sáum Haukastelpur spila í Hólminum um daginn og hrifumst einmitt af baráttuanda þeirra þó þær næðu nú ekki að landa sigri í það skiptið. Í kvöld datt þetta með þeim þrátt fyrir að KR gerði harða atlögu að þeim í lokin.

Flottur leikur hjá stelpunum. Þær fyrirgefa okkur það vonandi þó við hendum hér inn nokkrum af viðvaningsmyndunum okkar frá leiknum.