Monday, October 10, 2011
Gleðilega hátíð
Auðvitað réðust úrslitin í fyrsta leik vetrarins á flautukörfu. Það bara segir sig sjálft. Frábær leikur í vesturbænum í kvöld, þar sem Páll Axel Vilbergsson tryggði Grindvíkingum sigur í meistarakeppninni 2011 á dramatískan hátt. Svona verður þetta í allan vetur krakkar. Endalaus skemmtun.
Hentum inn nokkrum myndum úr gleðinni hérna fyrir neðan. Þær eru misgóðar og útskýra sig að mestu sjálfar. Pax á eflaust eftir að kyssa Sigurð Þorsteinsson á ennið fyrir bear-hug-hindrunina sem hann setti á stóru strákana í KR og fyrir vikið fékk Grindavík galopið skot. Ekki verður deilt um tímavörslu hér, en þetta var allt of skemmtilegur endir til að eyðileggja hann með tækniatriðum.
Við höfum ekki hundsvit á körfubolta, en ef við héldum með Grindavík, myndum við krefjast þess að fá titil í hús með þetta lið í vor. Loksins kominn öflugur leikstjórnandi, hrikalegur fjarki á leiðinni og breiddin góð. Kannski ekki margar skyttur, en hvaða lið í deildinni er með margar skyttur?
Hvað um það. Kíktu á myndirnar. Nenntum ekki að merkja þær, svo farðu vel með þær.
Efnisflokkar:
Grindavík
,
Heimabrugg
,
KR