Monday, August 15, 2011
Sabonis er líka kominn í HOFið
Það er eitt stærsta "hvað ef" í sögu leiksins. Hvað ef Arvydas Sabonis hefði spilað í NBA deildinni þegar hann var upp á sitt besta?
Við fáum aldrei svar við þeirri spurningu, en hann hefði í versta falli haft mikil áhrif. Það er alltaf þannig með stórkostlega miðherja. Þeir breyta landslaginu í NBA og það hefði Sabonis vafalítið gert.
Ef þú efast um það, skaltu kíkja á myndina af honum hérna fyrir neðan þar sem hann er að setja ungan David Robinson á veggspjald.
Sabonis var engum líkur og það var hrein unum að horfa á hann spila körfubolta með Portland, jafnvel þó hann væri kominn af léttasta skeiði. Dálítið eins og skógarbjörn með sendingar Magic Johnson.
Efnisflokkar:
Arvydas Sabonis
,
Heiðurshöllin