Thursday, August 4, 2011

Kvöld með Michael Jordan


Sem betur fer fyrir okkur hin, er enn nóg af fólki þarna úti sem hefur nægan frítíma. Þú verður líka að hafa hann til að klippa saman tvo og hálfan tíma af tilþrifum sem ná yfir nær alla 50+ stiga leiki Michael Jordan á ferlinum. Má ekki milli sjá hvort afrekið er merkilegra, öll þessi stig Jordan eða klippivinnan á bak við þetta youtube myndband. Þetta er keppnis.