Thursday, August 4, 2011

Er virkilega svona langt síðan?
Þetta var í Stjörnuleiknum 1998. Kevin Garnett í sínum öðrum Stjörnuleik - Kobe
Bryant í sínum fyrsta.  Hvorugur þeirra var í raun orðinn nógu góður til að eiga
skilið að fá alvöru mínútur í leiknum, sérstaklega Bryant.

Kobe var varamaður Eddie Jones hjá Lakers alla leiktíðina, en hirti af honum
byrjunarliðssætið í Stjörnuleiknum út á vinsældir sínar. Svona er þetta stundum.

Ef vel er að gáð má sjá Larry Bird á hliðarlínunni en hann var þarna að þjálfa austurliðið.
Indiana-liðið hans var gott eins og þið munið.