Friday, August 26, 2011

Bobby Hansen og septemberdagskráin á NBATV


Það sést á þér.  Þú ert eflaust að hugsa með þér, "af hverju er Bobby Hansen svona rosalega glaðlegur á svipinn?" 

Jú, það er af því hann var að komast að því að tæknitröllin á NBA Ísland voru að fikta í Google docs og náðu að setja septemberdagskrána á NBATV inn á dagskrársíðuna á NBA Ísland (smelltu á kassann undir Twitter-glugganum til hægri).

Nú getur þú skrollað í gegn um alla septemberdagskrána, mínútu fyrir mínútu, og merkt við allt það sem þig langar að sjá á dagatalinu.

NBATV er jafnan með ágætis úrval af gömlum klassíkerum og öðru góðgæti og nú þegar illa horfir með næstu leiktíð er ekki annað að gera en að sökkva sér í klassíkina. Finna þessa Jordan-leiki sem þig hefur alltaf langað að sjá og svona.

Þú áttar þig á því að tímarnir sem gefnir eru upp í skjalinu miðast við austurtíma í Bandaríkjunum og fram á haustið þýðir það að við erum fjórum tímum á undan. Dagskrárliðir sem hefjast 7pm á NBATV eru þannig á dagskrá klukkan 23 hér á landi og 8pm þýðir að liðurinn hefst á miðnætti hér. Þú áttar þig á þessu. Góða skemmtun.