Wednesday, April 6, 2011

Stóri Sjúkrahúsreikningurinn


Þessi mynd sýnir hvar Shaquille O´Neal hjá Boston bröltir meiddur af leikvelli aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum.

Meira vesenið á stóra. Þetta eru sem betur fer ekki alvarleg meiðsli en við erum varla að sjá Shaq spila eitt ár í viðbót.

Hvað á hann eftir að gagnast Boston í úrslitakeppninni ef hann verður heill?

Kemur hann með meira inn á borðið en hann tekur af því? Líklega er það mat Boston-manna. Kannski ágætt að hafa hann þarna á bekknum ef á þarf að halda.

Annað sem er mjög áhugavert við þessa mynd er að bæði Sasha Pavlovic og Carlos Arroyo eru með vinnu hjá Boston.

Svo væla menn yfir því að útlendingar fái ekki vinnu í Bandaríkjunum! Það er bara ekki rétt.

Ekki eins og þeir séu góðir í körfubolta.