Thursday, April 7, 2011

Það sauð á Sanders (via Leikbrot)


Snillingarnir á Leikbrot.is fönguðu það skemmtilega þegar Thomas Sanders týndi þræðinum og fór út fyrir handritið í leik KR og Keflavíkur í kvöld. Svona á úrslitakeppnin að vera, hiti í mannskapnum. Reyndar er óþarfi að stjaka við dómaranum auðvitað. Svona hasar þykir okkur ómetanlegur hluti af leiknum, svona þegar enginn meiðist. Kíktu á þetta hérna fyrir neðan.