Monday, April 4, 2011
Oddaleikur á fimmtudaginn
Þú manst líklega eftir hinum kaldrifjaða og morðóða Anton Chigurh sem leikinn var af Javier Bardem í kvikmyndinni No Country for Old Men. Rosalegt illmenni. Samviskulaus, myndi einhver segja.
Hann er eins og hvít páskakanína við hliðina á Magga Gunn þegar kemur að samviskuleysi (í skotum).
Já við fáum oddaleik í einvígi KR og Keflavíkur. Þvílík himnasending sem það er. Þetta er búin að vera stórkostleg sería og hætt við að verði mjög heitt í kolunum í DHL höllinni á fimmtudaginn.
Allt of langt í leikinn samt. Leikmenn missa taktinn. Og hvað á að segja um Stjörnustráka? Á bara að senda þá til Múrmansk í dítox á meðan verið er að klára undanúrslitin?
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Keflavík
,
KR