Friday, April 22, 2011

Körfuboltapáskarnir keyrðir í gang í nótt


Eru þetta búnir að vera erfiðir dagar án NBA Ísland? Auðvitað. Lífið gerist. Ekki fara í flækju.

Keyrum þetta í gang í nótt með þremur leikjum. Knicks fá loksins að sjá smá úrslitakeppni í MSG eftir langt hlé. Atlanta ætlar að tapa heima fyrir Orlando í beinni á NBATV á miðnætti og um klukkan hálftvö í nótt fá þeir sem geta vakað og eru með Stöð 2 Sport að sjá hvort New Orleans var bara að stríða okkur í fyrsta leiknum við Lakers um daginn.