Thursday, March 10, 2011

Mullin Mars

Hann er að ríghalda sér karlinn, ekki síst miðað við aldur og fyrri störf. Chris Mullin er sönnun þess að það er hægt að bjóða upp á sömu hárgreiðsluna í aldarfjórðung. Eina sem þarf að gera er að skiptast á að raka og safna mullet-inu annað slagið. Þessi dægrin er hann snöggklipptur og rakaður - mullet-laus. Samkvæmt lauslegum útreikningum okkar og trendum í tískunni, gæti farið að koma að því að Mullin fari að bjóða upp á mullet-ið á ný. Það yrði goðsagnarkennt. Við elskum þig, Chris.