Sunday, January 9, 2011

Sjonni getur enn spilað körfubolta


Er þetta Shaun the Sheep (ísl. Sauðurinn Sjonni)? Er þetta Shaun of the Dead (ísl. Sjonni í sex fetunum)? Nei, þetta er Shaun Livingston.Þetta er ekki troðsla sem breytir veraldarsögunni en það vermir alltaf hjörtu okkar að sjá að þessi maður skuli enn geta gengið - hvað þá spilað í sterkustu körfuboltadeild heims. Gaurinn sleit öll liðbönd sem hægt er að slíta í hnénu á sér og átti aldrei að geta spilað aftur.

Livingston var á sínum tíma gríðarlegt efni, en stóð aldrei undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Meiðsli höfðu þar leiðinlega mikið að segja. En eitthvað segir okkur að Livingston sé sama, eftir það sem á undan er gengið.