Saturday, January 1, 2011

Annáll 2010: Formáli


Gleðilegt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir lesturinn á árinu 2010. Við viljum líka þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna í annálnum. Það var mjög gaman að heyra frá ykkur.

Það er ekkert sérstaklega gaman að lesa gamlar greinar í annálum og því ákváðum við að láta myndirnar tala sínu máli. Myndirnar sem þið sjáið í færslunum hér fyrir neðan eru myndir sem ykkur þóttu skemmtilegastar á árinu.

Það vakti nokkra furðu hjá okkur að nær helmingur þeirra sem skrifaði okkur var rosalega þakklátur fyrir að við hefðum tekið Paul Pierce aðeins í gegn. Hann er með eindæmum óvinsæll leikmaður meðal lesenda.

Eins og sjá má er góður slatti af gríninu af innlendum vettvangi og það virðist hafa fallið ákaflega vel í kramið. Það var nú ekki yfirlýst stefna okkar að gera boltanum hér heima sérstök skil, en vorið var bara svo rosalega viðburðaríkt að annað var ekki hægt.

Þetta er búið að vera frábært körfuboltaár og því höfum við hérna á ritstjórninni skemmt okkur konunglega. Lesendum er alltaf að fjölga og það gleður okkur auðvitað óstjórnlega. Styttist í að Google kaupi okkur.

Takk fyrir að vera með okkur á árinu 2010 og haldið áfram að lesa 2011.

Ritstjórn NBA Ísland