
Í gærkvöld sneri önnur hetja á gamla heimavöllinn.
Það voru ekki jafn mikil læti í Boston þegar Brian Scalabrine sneri aftur í Garðinn með Chicago Bulls, en móttökurnar voru talsvert hlýlegri.
Þar sem leikurinn breyttist fljótlega í blástur, skemmtu áhorfendur í Boston sér við það að öskra nafn Scal í kór.
Vildu fá sinn mann inn í leikinn.
Fengu aðeins að sjá hann í nokkrar sekúndur og ná sér í eina villu.
Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var Kevin Garnett glaður að sjá fyrrum félaga sinn.
Ekki jafn glaður að sjá Joakim Noah en hann er ekki einn um það.