Thursday, December 23, 2010
Nei, nei, ekki um jólin - Ótrúleg sigurganga Boston Celtics
Boston hefur verið á rosalegum spretti það sem af er vetri og vann í nótt fjórtánda sigur sinn í röð.
Þetta er í sjötta sinn í sögu félagsins sem Boston vinnur fjórtán eða fleiri í röð.
Celtics-menn hafa aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni og úrslit þeirra allra réðust í blálokin - hefðu getað dottið hvoru megin sem var.
Boston er samanlagt með 94 sigra og aðeins 14 töp fyrir jól síðustu fjögur ár, eða síðan Ray Allen og Kevin Garnett gengu í raðir liðsins.
Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart að þetta skuli vera besta vinningshlutfall liðs fyrir jól á fjögurra ára tímabili í sögu NBA.
Það verður áhugavert að sjá hvort liðið heldur þessum sama dampi eftir áramót eða nennir því ekki og drullar á sig eins og í fyrra.
Það á eftir að koma í ljós, en þessi árangur Boston fyrir jól í ár er frekar óvæntur að okkar mati. Kendick Perkins hefur enn ekki spilað leik, O´Neal-arnir eru alltaf meiddir, Delonte tók út bann og meiddist strax og þá hefur prímusmótorinn Rajon Rondo líka verið að missa úr leiki.
Verðum að gefa þeim grænu smá props fyrir þetta. Ekki annað hægt. Veðjaðu á móti þeim ef þú þorir.