Monday, December 27, 2010

Munnleg og leikræn brot körfuboltamanna á reglum um hegðun og framkomu skila punktasjóði NBA deildarinnar prýðilegum hagnaði


Á annan í jólum var NBA deildin búin að hala inn nálægt 75 milljónum króna í sektir tengdar tæknivillum á leikmenn það sem af er á leiktíðinni.

Þá eru ótaldar 7,5 milljónir króna í sektir sem fallið hafa á aðal- og aðstoðarþjálfara í deildinni.

Einn maður sem fellur í hvorugan flokkinn hefur afrekað að fá tæknivillu. Það er Brian Zettler, sjúkraþjálfari hjá Utah Jazz. Vel af sér vikið hjá honum.

Dwight Howard er að venju duglegur að næla sér í tæknivillur.  Hann er búinn að fá tólf stykki það sem af er í vetur og er búinn að fá aðvörun bréfleiðis um að fái hann fjórar í viðbót muni það kosta hann eins leiks bann og nærri 600.000 króna sekt.