Paul Pierce tók það nærri sér þegar við vorum að kalla hann leiðinlegan leikmann hérna um daginn. Sendi okkur tölvupóst sem við höfum ákveðið að birta hérna, þó hann hafi beðið okkur um að gera það ekki. Reynir að spila sig sem fórnarlamb og sallar krúttmyndum inn á Twitter til að reyna að fá samúð.
Vá, hvaða leiðindi eru þetta í ykkur? Ég er bara hérna í ríki Disney með krökkunum að hafa það kósý og svo les maður eitthvað svona! Þið getið bara sjálf verið leiðinleg!
Kveðja, einn ógó pirraður
Aaaaw, eru þetta ekki sætar myndir?
Nei. Þegiðu! Það má vel vera að krakkinn þinn sé krútt, en þú ert
víst leiðinlegur.