Friday, December 31, 2010

Koma svo og kjósa krakkar!


Nú er síðasti séns til að senda inn tillögur áður en við tökum saman og birtum 2010 annálinn á NBA Ísland. Skottastu til að senda okkur línu á nbaisland@gmail.com og segðu okkur hvað þér fannst skemmtilegast á vefnum á árinu. Það er hvorki flókið né erfitt og þú hefur ekkert betra að gera það sem eftir er af árinu. Þeir sem senda okkur póst komast í náðina hjá ritstjórninni og það er stórkostlegur heiður.