Wednesday, December 29, 2010

Hvað stóð upp úr á NBA Ísland á árinu 2010?


Jæja krakkar. Þá er árið 2010 að verða búið. Um áramót er venja að líta aðeins um öxl og það gerðum við með því að skoða gamlar færslur. Það var hressandi. Ótrúlega margt skemmtilegt sem gerðist á árinu og við skorum á nýjustu lesendur að spóla til baka og skoða elsta efnið.

Það væri líka gaman ef þið, lesendur góðir, gæfuð ykkur tíma til að kafa í arkhævið okkar til að rifja upp árið og sendið okkur svo línu. Segið okkur hvað stóð upp úr á árinu á NBA Ísland. Hvað var athygliverðast og hvað skemmtilegast í sambandi við greinar, myndir, myndbönd, myndasögur og fréttir?

Það væri gaman að birta svo það vinsælasta í stuttum annál hérna um áramótin, það er ef einhver nennir að rifja þetta upp.

Sendið endilega línu á nbaisland@gmail.com og gefið ykkar atkvæði