Wednesday, December 22, 2010

Dirk Nowitzki er búinn að skora fleiri körfuboltum en Larry Bird



























Hann var dálítið álkulegur þessi þýski sláni þegar hann fékk fyrsta tækifærið sitt í NBA undir stjórn óða prófessorsins Don Nelson seint á síðustu öld.

Rick Pitino, þáverandi þjálfari Boston, vildi ólmur fá piltinn sem hann líkti við Larry Bird. Honum varð ekki að ósk sinni. Dallas landaði Dirk eftir krókaleiðum og þó hann hafi þurft tíma til að stilla sig af í NBA, hefur hann verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar síðastliðinn áratug.

Í kvöld tók hann fram úr Larry Bird á lista stigahæstu leikmanna í sögu NBA. Er kominn í 25. sæti listans með tæplega 22 þúsund stig og er þar með orðinn einn stigahæsti Würzburg-búinn í sögu NBA.

*Viðbót* 

Einn af pennum Dallas-liðsins segir að Dirk hafi fengið sms frá Bird með hamingjuóskum.  Það getur vel verið, en Larry Bird sendandi sms er álíka tilhugsun og að Egill Helgason tæki þátt í Tour de France.