Saturday, November 13, 2010
New York gekk illa að ná körfuboltum af Kevin Love
Kevin Love er von hvíta mannsins.
Skoraði 31 stig og hirti 31 frákast fyrir Minnesota í sigri á New York Knicks í nótt.
Enginn hefur hirt svona mörg fráköst í NBA síðan Charles Barkley hirti 33 fyrir Houston árið 1996.
Þetta er jafnframt fyrsti 30/30 leikurinn síðan Moses Malone afrekaði þetta fyrir Houston árið 1982.
Ótrúleg frammistaða hjá Love og gaman að hún skuli koma í sigurleik hjá Úlfunum.
Þá vekur óneitanlega athygli að Michael Beasley skuli vera búinn að skora 77 stig í síðustu tveimur leikjum. Piltur sem Miami gafst upp á og hefur verið til eintómra vandræða síðan hann kom inn í deildina.
Þetta verður ekki farsæll vetur hjá Minnesota frekar en venjulega, en við verðum kannski að fylgjast betur með liðinu en við höfum verið að gera ef Love ætlar að halda þessari atmennsku áfram.