Monday, November 1, 2010

Hve góður er Kevin Durant?


Hann náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans þegar Oklahoma steinlá óvænt heima gegn Utah.

Þegar við segjum "náði sér aldrei á strik" meinum við að hann hafi skorað 28 stig úr 19 skotum (4-6 í þristum) og tapað 6 boltum. Þetta er það sem kallað er slæmur dagur hjá Durant.

Þetta var fyrsta tap Oklahoma á leiktíðinni. Sannarlega off-dagur hjá liðinu en það hefur reyndar ekki verið að spila neinn verðlaunabolta enn sem komið er.

90% sérfræðinga spá því að Oklahoma eigi eftir að slá aftur í gegn í vetur og taka næsta skref í Vesturdeildinni. Thunder er næst-skrumaðasta liðið í NBA á eftir Miami Heat.

Það var áhugavert að fylgjast með Oklahoma á síðustu leiktíð en þessi verður enn áhugaverðari.

Það er ekki auðvelt að fylgja því öskubuskuævintýri eftir. Verðum t.d. að hafa í huga að það voru ENGIN meiðsli hjá OKC í fyrra. Verður liðið svo heppið aftur í vetur?

Durant og Westbrook eru folar og eru betri en í fyrra, en hvað með restina af liðinu? Eru félagar þeirra tilbúnir að taka næsta skref? Það er gríðarlega erfitt.

Við óskum OKC alls hins besta. Þetta er fallegt lið, rekið á réttum forsendum. Gangi þeim allt í haginn.