Tuesday, April 20, 2010
Undirmannað lið Jazz spilaði körfubolta
Það eru liðnir ansi margir klukkutímar síðan Utah jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu við Denver með ótrúlegum útisigri.
Það þýðir ekki að við séum enn búin að átta okkur á því hvað við eigum að segja um það allt saman. Spurningarnar eru svo margar.
Það fyrsta sem ber að taka fram er auðvitað að við tippuðum á það áður en úrslitakeppnin byrjaði að Denver og Phoenix ættu nokkuð viðráðanleg verkefni fyrir höndum.
Það kemur því ekki á óvart að Utah og Portland séu einu liðin sem hafa unnið á útivelli í úrslitakeppninni til þessa. Hvað getum við sagt? Flengið okkur og kallið okkur Klíngenberg!
Ástæðan fyrir því að við vitum ekki hvað við eigum að segja um leik Denver og Utah í gær er sú, að við vitum ekki hvort við eigum að stökkva upp úr stólnum yfir hugrekki og baráttu Utah-manna - eða hrauna yfir Denver. Líklega væri réttast að gera bæði.
Denver á eftir að vinna þessa séríu, svo það er engin ástæða fyrir þá til að örvænta, en lítum á stöðuna sem liðið var í fyrir leik tvö í gær.
*Denver var yfir 1-0 og með sálfræðilegt tak á Jazz eftir öruggan sigur í fyrsta leiknum.
*Utah er án Mehmet Okur og Andrei Kirilenko, sem jafngildir því að Denver væri án Nene og J.R. Smith.
*Utah fann engin svör við Carmelo Anthony í fyrsta leiknum.
*Meiðslin hjá Utah þýða að lykilmenn þurftu að bæta á sig mínútum og voru því lúnir.
*Denver breytti varnarleiknum til að stöðva Deron Williams eftir framgang hans í leik 1.
*Denver var á heimavelli gegn andstæðingi sem var særður.
Eins og þú veist nú þegar náði Denver ekki að klára verkefnið. Þeim er hollara að vinna þessa seríu.
Verðum að gefa Utah kúdos fyrir að vinna þennan leik, hvað svo sem verður.
Það hefði verið rosalega auðvelt að velta sér á bakið og tapa eftir að Denver náði 14-0 spretti í þriðja leikhlutanum, en leikmenn Jazz hafa líklega verið hræddari við Jerry Sloan en áhorfendur Denver.
Fjölmiðlar hafa verið að ausa líkið Kyrylo Fesenko lofi eftir leikinn. Það er hinn svokallaði miðherji sem hljóp í skarðið í 20 mínútur fyrir Utah. Hann var mjög taugaóstyrkur ræfillinn, enda ekkert fengið að spila í allan vetur og það er reyndar alls óvíst að hann kunni yfir höfuð körfubolta.
Til að gera langa sögu stutta, náði hann aðeins að vera fyrir, en hann spilaði ekki vel. Súrt að vera með svona stóran mann á bekknum og geta ekki notað hann.
Utah getur að mestu þakkað Deron Williams fyrir sigurinn í þessum leik. Alltaf einn og einn maður sem kallar hann besta leikstjórnanda í NBA. Skrítið að svoleiðis maður sé bara búinn að slefa inn í eitt stjörnulið. Alltaf frábær í deildakeppninni - en betri í úrslitakeppninni. Tekur sinn leik á annað level þrátt fyrir að varnarplön andstæðinganna gangi út á það númer eitt, tvö og þrjú að halda honum niðri.
Það á mikið blóð eftir að renna áður en þetta einvígi klárast.