Friday, April 16, 2010

Nauðsynlegar sjónvarpsupplýsingar


Nú liggur fyrir hvaða leikir verða sýndir beint á NBA TV fyrstu dagana í úrslitakeppninni og höfum við uppfært það á dagskrársíðunni okkar.

Ef þér er um megn að finna hana, geturðu smellt hér.

Eins og þið vitið sér NBA TV frekar um liðin á smærri mörkuðum í deildinni og er því síður með "stóru" liðin í beinni. Stöðin sýnir grimmt frá fyrstu tveimur umferðunum en síðan leggjast útsendingar af.

Hefð hefur verið fyrir því að þá taki Stöð 2 Sport við og sýni megnið af undanúrslitaviðureignunum og svo auðvitað alla leiki í lokaúrslitum. Svipað verður uppi á teningnum að þessu sinni.

Stöð 2 Sport fer af stað með beinar útsendingar um aðra helgi (24.-25. apríl).

Föstudagur 23. apríl kl. 23:00: Miami-Boston (leikur 3).
Sunnudagur 25. apríl kl. 17:00: San Antonio-Dallas (leikur 4).

Það verða auðvitað allir að vita þetta og þú lesandi góður verður að vera duglegur að breiða út fagnaðarerindið. Láta alla vita að úrslitakeppnin sé að byrja. Enginn má missa af þessu. Fylgjumst spennt með.