Saturday, April 3, 2010

Avery Johnson hefur ákveðnar hugmyndir um körfubolta


Avery Johnson, sem fyrir nokkrum árum var valinn þjálfari ársins í NBA deildinni, bauð upp á síðbúið aprílgabb í beinni útsendingu á ESPN í nótt.

"LeBron James er besti varnarmaður deildarinnar - ásamt Dwight Howard."

Já, þetta eru bestu varnarmenn í deildinni á sama hátt og það er áberandi skortur á umfjöllun um eldgos í íslenskum fjölmiðlum um þessar mundir, Avery.

Það er kannski ástæða fyrir því að Johnson er sjónvarpsmaður í dag en ekki þjálfari.