Thursday, February 25, 2010

Shortest Straw


Við ætluðum að fara að gera veður út af þermingi forráðamanna NBA deildarinnar af því þeir hafa lagt bann við undarlegum kæk Caron Butler hjá Dallas sem er að tyggja sogrör í tíma og ótíma.

Í fréttatilkynningunni sem við lásum fyrst kom ekki fram að bannið á við það þegar hann er að éta rörin í miðjum leik - ekki bara á bekknum.

Butler tók þennan skrítna sið upp þegar hann var að venja sig af ofdrykkju Fjalla Daggar. Drakk víst alltaf lítrana af því sulli daglega og þambaði alltaf tvær í röð fyrir leiki.  Fékk svo hausverkjaköst og viðlíka þegar hann hætti því. Eðlilegt.

Annars er auðvelt að finna lausn við þessari sogröraáráttu.

Hann getur alveg eins nagað bara hlífðargóm eins og Gerald Wallace hjá Charlotte.

Hann er aldrei með góminn á sínum stað. Tyggur hann bara allan leikinn eins og jórtrandi belja.

Það virðist virka ágætlega.