Friday, February 26, 2010
Hasheem er farinn í Júmbódeildina
Hasheem Thabeet hjá Memphis Grizzlies hefur verið sendur í D-deildina þar sem vonast er til að hann fái jafnvel að spila smá körfubolta.
Thabeet var valinn númer tvö í nýliðavalinu síðasta sumar. Aldrei áður hefur maður sem tekinn var svo snemma í draftinu verið sendur í Júmbódeildina.
Tansaníumaðurinn knái var auðvitað hugsaður sem gæluverkefni hjá Memphis. Tekinn númer tvö, á undan betri leikmönnum, vegna þess að hann er 220 cm á hæð og þykir hafa háan efnileikastuðul (tremendous upside potential).
Hvenær rennur upp sá dagur að félögin í NBA hætta að drafta snúrustaura og einbeiti sér að því að taka bestu leikmennina sem völ er á hverju sinni í nýliðavalinu?