Saturday, February 27, 2010

Boston er ekkert að spila neitt spes körfubolta


Það getur vel verið að sé til fólk sem fær ekki bráðaniðurgang þegar það horfir á Edduna.

Það getur líka vel verið að handboltahreyfingin á Íslandi sé svo efnuð að hún geti leyft sér að skutla bikurum milli húsa með þyrlu.

En það sem liggur hinsvegar alveg ljóst fyrir, er að New Jersey tók Boston í ristilspeglun í Garðinum í kvöld.

Við þurfum að láta kíkja á þetta við tækifæri.