Wednesday, January 27, 2010

Skjóttu, gamli svíngur, skjóttu!


Við vorum að velta því fyrir okkur í færslu hér fyrir nokkrum dögum að leikstjórnandinn Chris Duhon hjá New York væri í smá (hóst) óstuði þessa dagana.

Við lofum ekki að minnast ekki á það aftur í góðan tíma, en það er bara ekki hægt að horfa fram hjá því hvað maðurinn er að eyða ósonlaginu með skotnýtingu sinni!

Hversu slæm skytta er Duhon, spyrðu?

Jæja, síðan 10. janúar hefur hann hitt úr sex af 43 skotum sínum utan af velli. Það er um það bil 14% skotnýting. Og það er ekki það besta.

Á þessum rúma hálfa mánuði hefur Duhon tekið tuttugu og átta þriggja stiga skot og hitt úr.... wait for it.... einu! Hann er búinn að klikka á tuttugu síðustu langskotum sínum þegar þetta er skrifað.

Og rúsínan í afturendanum...

Duhon (33,7%) er með betri þriggja stiga nýtingu en Kobe Bryant (31,3%) í vetur.
Aðeins færri sigurkörfur reyndar...