Friday, January 15, 2010

Öskubuskukvöld í Orkulausnahöll


Einn besti leikur vetrarins fór fram í nótt. Var reyndar óttalegt slöggfest fyrstu þrjá leikhlutana, en sá fjórði var lygilegur! Við erum að tala um ævintýralegan sigur Utah á Cleveland.

Öskubuskuævintýri verða hér eftir kölluð Gaines-ævintýri eftir að nýliðinn Sundiata Gaines skoraði sigurkörfu Jazz á flautunni. Gutti með 10 daga samning. Var búinn að mæta á eina æfingu í Salt Lake!

Sveiflurnar voru svo miklar á síðustu mínútunum að bæði lið virtust á tímapunkti vera búin að landa þessu og því hefur fullt af fólki vafalítið misst af einhverju fjöri.

Gaines kemur úr Archbishop Molloy menntaskólanum í New York, þaðan sem flottir leikstjórnendur eins og Kenny Smith og Kenny Anderson hafa áður útskrifast. Blaðahundurinn Pete Vecsey líka, sem og kyntáknið David Caruso.

Það er ekkert minna en stórkostlegt að sjá að þeir sem ráða í NBA hafa ákveðið að setja blokkeringu hins vel hvíta Kyle Korver á LeBron James ekki í highlights úr leiknum - sem er auðvitað út í hött!

Við endurtökum. Kyle Korver varði skot frá LeBron James í hraðaupphlaupi. Ekki stórkostlegasta blokkering allra tíma, en þú verður að gefa bleiknefjanum kredit þegar svo á við.


Æ, já. Þessi James. LeBron var Í RUGLINU í fjórða leikhlutanum þar sem hann sallaði 20 stigum á Jazz, megninu af þeim á síðustu andartökum leiksins. Það tekur enginn maður í deildinni yfir leiki með þessum hætti. Rosalegur spilari - en þú vissir það nú auðvitað.