Sunday, January 24, 2010

Chris Duhon hittir illa ofan í körfuhringinn


New York er búið að tapa sex af síðustu átta leikjum sínum. Tapaði með fimmtíu stigum fyrir Kidd-lausu Dallas á heimavelli í kvöld. Þú tapar ekki með fimmtíu stigum á heimavelli! Undir neinum kringumstæðum! Þú veist, EVER!

New York er mögulega með slakasta byrjunarleikstjórnanda í NBA deildinni. Við elskum Chris Duhon, í alvöru, en hann er og hefur alltaf verið varaleikstjórnandi. Ætli Mike D´Antoni sakni nokkuð Steve Nash?

Duhon þarf að hafa samband við Papco og Hreinsitækni varðandi óstuðið sitt þessa dagana. Skoðaðu sjö síðustu leiki hjá honum. Ekki gott, krakkar. Ekki gott.