Sunday, December 27, 2009

Té-Mákur má ekki spila - Fer í barnaafmæli




































Sem betur fer áttum við sjóveikitöflur í skápnum hérna á skrifstofunni (þið hljótið að vera farin að hafa áhyggjur af vinnulöggjöfinni hérna - það virðist alltaf vera fólk að vinna hérna - en hafið ekki áhyggjur. Fyrirtækið er skráð í Asíu og hérna má láta fólk vinna út í eitt).

Það er víst fínt buzz af því að borða mikið af sjóveikitöflum, en það var nú reyndar ekki þess vegna sem við skelltum í okkur tveimur töflum með Maltinu og Appelsíninu og smákökunum og konfektinu og... öllu því.

Nei, við gleyptum þær í okkur eftir að við lásum um Tracy McGrady og þá hringavitleysu sem nú er farin af stað í sambandi við spilatíma hans. T-Mac hefur verið að spila 7-8 mínútur í leik síðan hann sneri aftur eftir hnéuppskurðinn sem hann fór í árið 1983 snemma á þessu ári ef við munum rétt.

Nú er bara búið að senda kappann heim til sín og gefa honum frí til að halda upp á afmæli sonar síns.

Kannski af því hann óskaði þess að fá að spila meira í samtali við fjölmiðla á dögunum. Eða kannski af því forráðamenn Houston vilja augljóslega ekki láta hann spila meira en þetta svo hann meiðist ekki áður en þeir geta losað sig við hann - svo þeir fái kannski par af þokkalegum gönguskóm eða strætómiða í skiptum fyrir hann.

Hvað um það. Svona hringlandaháttur fer í taugarnar á okkur. Og þó ekki. Það má alltaf hafa gaman af því þegar hæstlaunaðasti körfuboltamaður í heimi er ekki annað en þátttakandi í sápuóperu.