Monday, December 28, 2009

Ricky Davis er þjálfari LA Clippers


Það er alltaf gaman að vinna sterkt lið eins og Boston.

Þá skiptir ekki máli hvort Boston er með fullskipað lið eða ekki. Boston er alltaf Boston.

Þetta tókst Baron Davis og félögum í LA Clippers að gera í nótt. Baron tryggði sigurinn með flautukörfu.

Það að Clippers hafi unnið Boston er í sjálfu sér ekki svo merkilegt.

Það merkilegasta var að eftir leikinn þakkaði Baron öllum nema Mike Dunleavy þjálfara fyrir að leggja sitt að mörkum í sigrinum.

Helst þakkaði hann Ricky Davis fyrir góð ráð sem hann sagði hafa ráðið úrslitum í sigrinum. Ricky Davis! Það er maðurinn sem skaut einu sinni á eigin körfu í leik til að reyna að ná þrefaldri tvennu!

Mike Dunleavy er á sínu sjöunda ári með Clippers. Hefur skilað einu tímabili yfir 50% vinningshlutfalli. Það er ekki auðvelt að losna við hann, því hann er líka með skrifstofutitil hjá félaginu. Það er ekki fyrr en loksins núna sem farið er að pískra um að Dunleavy verið rekinn sem þjálfari. Clippers-menn þurfa þó ekki að örvænta. Þeir hafa Ricky Davis...