Tuesday, December 29, 2009

Meira einelti - Dwight Howard


Við höfum rosalega gaman af Rick Kamla á NBA TV. Hann sér um Fantasy Insider þáttinn sem sjá má á NBA TV.

Kamla er algjör vélbyssukjaftur og það er örugglega erfitt að hlusta á hann ef þú ert í vondu skapi eða þunglyndi.

Við spilum reyndar ekki fantasy körfubolta af því við þorum því ekki. Eyðum alveg nógu miklum tíma í þetta svo við byrjum ekki að taka þátt í draumaliðsleikjum ofan á allt annað.

Það breytir því ekki að við höfum gaman af því að horfa á þáttinn hans Kamla með öðru auganu. Dennis Scott líka hress með honum alltaf.

Það sem vakti athygli okkar í þættinum í kvöld var að Kamla var að tala um þá staðreynd að Dwight Howard tekur meira en þremur skotum færra að meðaltali í leik með Orlando en hann gerði á síðustu leiktíð!

Og hvert fóru þessi skot? Jú, til Vince Carter - lauslega reiknað. Carter tekur rúmlega þremur skotum meira í leik en Hedo Turkoglu gerði í fyrra. Einfölduð tölfræði? Vissulega. En þetta er ekkert vitlaus pæling.

Við höfum áður talað um skoðanir okkar á Vince Carter og skotgleði hans - og skotnýtingu. Nú er bara að velta fyrir sér hvort Howard þurfi ekki að fara að vinna fyrir því að fá þessi aukaskot sem hann ætti vissulega að fá ef allt væri eðlilegt.

Okkur svíður það hrikalega að hugsa til þess að miðherjinn sem er áskrifandi að úrvalsliði ársins í NBA - í miðherjalausri deild í þokkabót - sé ekki að ná að hósta upp tíu skotum að meðaltali í leik!!! Þetta er auðvitað lélegt grín!